7 góðir próteingjafar sem ekki eru kjöt eða mjólkurvörur

Líkami þinn þarf prótein til þess að byggja upp og viðhalda vöðvamassa en auk þess hjálpar prótein einnig við aðra nauðsynlega starfsemi líkamans. Það er því mikilvægt að fá prótein úr fæðunni til þess að tryggja heilbrigði og vellíðan.

Flestir fá nægju sína af próteini úr fiski, kjúklingi, nautakjöti, eggjum og mjólkurvörum en þessi matvæli innhalda allra jafna prótein í miklu magni.

Þrátt fyrir það eru þetta ekki einu matvælin sem innihalda gott magn af próteini en plöntufæði ýmiskonar er ríkt af próteini. Þó svo að plöntuprótein sé ekki jafn ríkt af próteini samanborið við áður nefndar fæðutegundir þá getur plöntufæði eftir sem áður verið frábær viðbót við matarræði þitt, segja sérfræðingar. Plöntuprótein eru náttúrulega lægri í hitaeiningum og innihalda önnur mikilvæg næringarefni, til dæmis vítamín, steinefni og trefjar.

Þá getur plöntufæði einnig verið gott fyrir hjartaheilsu þína þar sem það inniheldur yfirleitt meira af heilbrigðri fitu, trefjum og andoxunarefnum sem geta hjálpað í baráttúnni gegn lífshættulegum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki, Alzheimer og ákveðnum tegundum krabbameins.

Það er hins vegar mikilvægt að tryggja fjölbreyttni þegar kemur að plöntufæði þar sem ýmsar plöntuafurðir innihalda ekki allar þær nauðsynlegar amínósýrur sem líkaminn þarfnast, sem hann allra jafna fær úr kjöti og fiski.

Ef þig langar að prófa þig áfram með plöntufæði en vilt eftir sem áður viðhalda góðu próteinmagni í fæðunni sem þú neytir þá eru eftirtaldar sjö fæðutegundir hér að neðan frábær viðbót við matarræði þitt.

Sojabaunir

1 bolli af edamame baunum inniheldur 18gr af próteini en auk þess eru þær ríkar af trefjum og járni.

Kínóa

1 bolli af kínóa inniheldur 8gr af próteini og inniheldur allar þær amínósýrur sem líkaminn þarfnast. Kínóa hentar vel sem meðlæti eða út í salat.

Svartar baunir

1 bolli af svörtum baunum inniheldur 15gr af próteini en í þessum bragðgóðu baunum má einnig finna verulegt magn af trefjum og járni. Bættu við brúnum hrísgrjónum og þá ertu komin með fullan skammt af amínósýrum.

Kjúklingabaunir

1 bolli af kjúklingabaunum inniheldur 15gr af próteini. Þær eru meinhollar og henta vel sem meðlæti eða sem uppistaðan í góðu salati. Ekki nóg með að vera ríkar af próteini þá innihalda kjúklingabaunir einnig trefjar, magnesíum og kalíum.

Linsubaunir

1 bolli af linsubaunum inniheldur 18gr af próteini og eru fullkomnar í súpuna.

Hampfræ

Þrjár matskeiðar af hampfræum innihalda 9gr af próteini en eru auk þess ríkar af magnesíum og öðrum steinefnum. Bættu þeim út á grautinn þinn, í salatið eða baksturinn.

Chiafræ

Þrjár matskeiðar af chiafræum innihalda 9gr af próteini. Ekki skemmir svo fyrir að þessi bragðgóðu fræ innihalda trefjar, magnesíum, járn og kalk í góðu magni. Skelltu í einn Chiagraut í kvöld og taktu með þér sem nesti í vinnuna, þú átt ekki eftir að sjá eftir því!

 

DEILA FRÉTT