6 hlutir sem þú gerðir kvöldið áður sem gera timburmennina verri en þeir þyrftu að vera

Hands of three men toasting with beer

Það er sama hversu góð tilfinningin er þegar þú ákveður að hella vel í þig og djamma fram á nótt, of margir áfengir drykkir eru uppskrift að kvölum daginn eftir.

Ekkert getur komið alfarið í veg fyrir timburmenn en það eru vissulega til leiðir til þess að draga úr þeim (ein af þeim er auðvitað að sleppa því að drekka áfengi – en við skulum láta sem svo að það sé ekki möguleiki). Allt sem þú gerir meðan á djamminum stendur hefur áhrif á magn þeirra timburmanna sem þú þarft að kljást við daginn eftir. Allt frá því hversu marga drykki þú drekkur yfir í hverskonar drykki þú drekkur.

Hér að neðan má sjá 6 hluti sem fólk gjarnan gerir á djamminu sem gerir timburmennina ennþá verri. Lausnin er því sú að forðast eftirfarandi hegðun og drykkjarmynstur á skemmtanalífinu.

  1. Þú drekkur mikið af skotum

Þegar þú drekkur skot á fjórum sekúndum fer það augljóslega hraðar út í blóðið heldur en bjór sem þú drekkur á 40 mínútum. Líkami þinn ræður einungis við ákveðið magn af áfengi í einu og þegar þú drekkur skot, meira en eitt á klukkustund og jafnvel í bland við aðra drykki, gefur þú líkama þínum minni tíma til þess að vinna úr því, sem gjarnan leiðir af sér aukna timburmenn.

Lausnin: Haltu þig frá skotunum.

  1. Þú blandar saman mismunandi tegundum

Líkami þinn bregst mismunandi við ákveðnum tegundum af áfengi svo þegar þú blandar þeim öllum saman gerir þú líkama þínum erfiðara fyrir að vinna úr eiturefnunum.

Lausnin: Haltu þig allra jafna við eina tegund áfengis

  1. Þú drekkur einungis áfengi og ekkert annað

Áfengi leiðir gjarnan til þess að líkami þinn þornar upp sem gerir timburmennina enn verri. Reyndu eftir fremsta megni að drekka vel af vatni meðan á drykkjunni stendur og jafnvel bæta við drykkjum sem innihalda steinefni, eða electrolydes, svo sem Powerade eða kókosvatn.

Lausnin: Gríptu með 1-2 Powerade flöskur á djammið og reyndu að drekka vatnsglas á klukkustundar fresti.

  1. Þú borðar enga fasta fæðu allt kvöldið

Fullur magi hægir á frásogi alkóhóls sem þýðir að líkaminn á auðveldar með að melta áfengið og gerir það mun hægar en ella. Þannig fær hann svigrúm til þess að vinna betur úr áfenginu og þeim mun líklegra er að þú finnir síður fyrir áhrifum þess daginn eftir.

Lausnin: Borðaðu vel meðan á drykkjunni stendur.

  1. Þú drekkur stanslaust frá kvöldi til morguns

Þegar þú drekkur áfengi og vakir langt fram undir morgun bælir þú niður framleiðslu á svefnhormóninu melatonin sem gerir það að verkum að þú sefur verr en ella og sofnar seint. Þetta eykur líkurnar á minni hvíld fyrir líkamann með tilheyrandi hausverk og pirringi daginn eftir.

Lausnin: Reyndu eftir fremsta megni að hætta að drekka á skikkanlegum tíma, a.m.k. klukkusund áður en þú sofnar. Með þessu móti tryggir þú að líkami þinn nái að vinna betur úr áfenginu áður en þú sofnar.

  1. Þú drekkur of mikið af röngum tegundum áfengis

Þáttaskila rannsókn sem framkvæmd var árið 1970 sýndi fram á að öll önnur aukaefni í áfengum drykkjum, þ.e. allt annað en alkóhól og vatn, getur leitt til meiri timburmanna en aðrar „hreinni“ áfengis tegundir. Þessi kenning hefur vissulega verið umdeild en hefur eftir sem áður, að einhverju leyti, staðist tímans tönn. Drykkir eins og rauðvín og viskí gætu því leitt til meiri timburmanna heldur en gin og vodka.

Þessi grein byggir á annarri grein sem birtist í tímariti Men‘s Health.

DEILA FRÉTT