6 góðar ástæður fyrir því að borða avókadó

Þegar þú hugsar um safaríka og bragðgóða ávexti er ekki víst að avókadó komi fyrst upp í hugann. Þessi einkennilegi ávöxtur hefur ólíkt öðrum ávöxtum hátt hlutfall fitu og inniheldur því lítið af kolvetnum.

Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágæti avókadó og hvernig hann gagnast heilsu okkar.

Hér að neðan má sjá 6 góðar ástæður fyrir því að borða avókadó

 

Ástæða 1. Avókadó er ríkt af næringarefnum

Avókadó inniheldur fjöldan allan af næringarefnum s.s. K vítamín, fólat, C vítamín, kalíum, B vítamín, E vítamín og ýmis steinefni. Þá er avókadó ríkt af lífsnauðsynlegum fitusýrum og inniheldur einnig 7gr af trefjum í hverjum 100gr. Þessi samblanda næringarefna, fitu og trefja tryggir eðlilega líkamsstarfsemi og getur hjálpað líkamanum að berjast gegn ýmsum óæskilegum kvillum og sjúkdómum.

 

Ástæða 2. Avókadó er ríkt af kalíum

Kalíum er það næringarefni sem okkur gjarnan skortir. Kalíum hefur því hlutverki að gegna að viðhalda hluta af eðlilegri frumustarfsemi líkamans. Í 100gr af avókadó má finna 14% af ráðlögðum dagsskammti fyrir kalíum.

 

Ástæða 3. Avókadó er ríkt af einómettuðum fitusýrum

Yfir 70% af innihaldi avókadó er fita. Þetta er þó ekki fita í neikvæðum skilningi, heldur bráðhollar einómettaðar fitusýrur sem gagnast líkamanum, til dæmis með því að draga úr bólgum, lækka kólesteról, tryggja upptöku mikilvægra næringarefna o.fl.

 

Ástæða 4. Avókadó er stútfullt af trefjum

Avókadó er einkar trefjaríkur ávöxtur en trefjar geta hjálpað fólki að losna við aukakílóin, koma jafnvægi á blóðsykurinn og draga úr líkum á hinum ýmsu sjúkdómum sem rekja má til slæmrar heilsu. Í 100gr af avókadó má, eins og áður segir, finna 7gr af trefjum.

 

Ástæða 5. Avókadó er ríkt af andoxunarefnum

Ekki nóg með það að avókadó hjálpi líkamanum að taka upp andoxunarefni úr öðrum fæðutegundum, þá er avókadó ávöxturinn sjálfur, fullur af andoxunarefnum. Meðal andoxunarefna í avókadó má nefna Lutein og Zeaxanthin, sem styrkja augun og sjónina.

 

Ástæða 6. Avókadó gæti hjálpað í baráttunni gegn krabbameini

Það eru vísbendingar um að avókadó geti hjálpað til í baráttunni gegn krabbameini. Ein rannsókn sýndi fram á að avókadó gæti mögulega bælt niður vöxt krabbameins í blöðruhálskirtli. Þess má þó geta að rannsóknin var framkvæmd með einangruðum frumum en ekki í lifandi manneskju og því óvíst hvort fræðin fái staðist.

DEILA FRÉTT