6 æfingar sem bæta líkamsstöðuna þína

Það er svo sannarlega jákvætt að stunda öfluga og góða líkamsrækt en oftar en ekki gleymist að gera æfingar sem hjálpa þér að rétta við líkamann og styrkja og viðhalda góðri líkamsstöðu. Líkamsstaðan okkar er gríðarlega mikilvæg þegar kemur að almennu heilbrigði í okkar daglega lífi. Þeir sem þjást af verkjum eða vissum hreyfingar vandamálum gætu mögulega linað þjáningar sínar ef þeir myndu einbeita sér betur að líkamsstöðu sinni og einblína á að styrkja hana eftir fremsta megni, samkvæmt einkaþjálfaranum Joe Holder.

Hann telur jafnframt að með því að horfa á líkamsstöðu fólks, frá toppi til táar, sé hægt að greina heilsufarslegan vanda fólks og jafnvel draga úr sársauka þess.

Hér að neðan gefur að líta nokkrar æfingar sem hjálpa þér að leiðrétta ójafnvægi í líkamasstöðunni og halda þér í góðum takti.

Þá hvejtum við fólk sem starfar við mikla kyrrsetu, til dæmis í skrifstofustörfum, að standa reglulega upp, teygja úr sér og gera jafnvel nokkrar af æfingunum hér að neðan.

Fuglahræðan (e. Scarecrow)

Sundtökin (e. swimmers)

Axlasnúningur (e. Shoulder External Rotation)

Sitjandi bakfetta (e. Seated T-Spine Openers)

Bóndaganga (e. Farmer´s walk)

Baugur (e. Halos)

Þessi grein birtist upphaflega á vefsíðu Health.com

GIF myndir frá „Daily Burn“

DEILA FRÉTT