Fjórðungur segist kynþokkafyllri eftir glas af rauðvíni

Nýleg rannsókn leiðir í ljós að áfengið sem þú velur að drekka getur haft áhrif á skapið þitt.

Um það bil helmingur þeirra sem drekka rauðvín og bjór segja að það geri þeim kleift að líða betur, slaka á og verða almennt mýkri. Um það bil tveir af hverjum fimm bjórdrykkju neytendum sögðu að bjórinn gæfi þeim aukið sjálfstraust, en fjórðungur af þeim sem drekka rauðvín að staðaldri sögðust líða kynþokkafyllri eftir glas af rauðvíni.

Sterkt áfengi veldur mestum skapsveiflum samkvæmt rannsókninni. Nærri 60 prósent af þeim sem nota sterkt áfengi segja að það gefi þeim aukna orku og sjálfstraust en á sama tíma upplifa þeir líka meiri árásargirni, eirðarleysi eða sorg, samanborið við þá sem drekka rauðvín eða bjór.

Til dæmis sögðu næstum þriðjungur þeirra sem nota sterkt áfengi að þeir væru líklegri til að verða árásargjarnari eftir eitt til tvö skot, samanborið við 2,5 prósent af rauðvíns neytendum og tæplega 7 prósent þeirra sem drekka bjór, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

„Auglýsingar á áfengi ýta undir jákvæð tilfinningatengsl sem fólk kann að leita að með notkun áfengis, en það er einnig mikilvægt að skilja neikvæðu hliðar áfengis neyslu“, segir Mark Bellis, forstöðumaður rannsókna við stofnunina Public Health Wales NHS Trust í Cardiff.

“Ef fólk á að geta tekið upplýstar ákvarðanir um drykkju sína, þá þarf það að vita með fullnægjandi hætti hvernig áfengi hefur áhrif á skap þess og tilfinningar,” bætti Bellis við.

Þá leiddi rannsóknin í ljós að konur tengdu áfengis neyslu í ríkari mæli við bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar, samanborið við karlmenn. Aftur á móti tengdu fleiri karlmenn áfengisneyslu við árásargirni og ofbeldi.

Rannsóknin náði til tæplega 30.000 manns í 21 landi sem töluðu 11 mismunandi tungumálum.

DEILA FRÉTT