5 leiðir til þess að grennast án þess að fara í stranga megrun

Hinar hefðbundnu leiðir megrunar felast gjarnan í því að skera niður hitaeiningar og þar með hægja á efnaskiptum líkamans en hröð efnaskipti er forsenda þess að þú haldir þér í formi til lengri tíma litið. Þegar þú skerð niður hitaeiningar og borðar minna en góðu hófi gildir, ertu í raun að segja líkamanum að þú sért sársvangur/svöng og viðbragð líkamans við slíkum skilaboðum er að hægja á efnaskiptunum og spara orku. Það sem verra er, þegar þú hættir í snatri að borða þinn venjulega matarskammt byrjar líkaminn að brenna vöðvum líkamans.

Þú þarft þó ekki að örvænta þar sem fjöldi rannsókna sýna fram á leiðir til þess að grennast án þess að fara í leiðinlega og tilgangslausa megrun. Hér að neðan má sjá fimm leiðir sem þú getur farið til þess að grennast án megrunar.

 

  1. Lyftu lóðum

Þeim mun meiri vöðvar sem þú hefur, þeim mun hraðari efnaskipti í líkama þínum og þeim mun hraðari brennsla. Vöðvar brenna kaloríum mun hraðar og betur heldur en fita. Á meðan þú styrkir vöðva líkamans með fjölbreyttum æfingum sérðu til þess að líkaminn brenni fitu, bæði meðan á æfingu stendur sem og utan hennar.

 

  1. Nýttu morgunverðinn til fulls

Morgunstund gefur gull í mund – og það sama má segja um morgunverðinn! Rannsókn frá Læknaháskólanum í Massachusetts sýndi fram á að fólk sem sleppir morgunverði er 4,5 sinnum líklegra til þess að vera of feit samanborið við þá sem borða morgunverð. Önnur rannsókn frá Læknaháskólanum í Pittsburgh sýndi fram á að ef þú sleppir morgunmat ertu að meðaltali að hægja á brennslu líkamans um 10%

Hvað ber að gera? Borðaðu morgunverð sem er próten og fituríkur, t.d. egg, skyr, gríska jógurt o.s.fr. Þeim mun meira prótein, þeim mun saddari líður þér.

 

  1. Drekktu nóg vatn og minna af sykruðum drykkjum

Yfir 60% líkamans er vatn. Þú þarft því að drekka vel af því til þess að halda líkamanum í jafnvægi. Vandamálið er hins vegar það að við neytum að meðaltali 450 kaloría á dag í formi drykkjar. Það þýðir í raun að fólk hefur lagt það í vana sinn að drekka minna vatn og meira af sykruðum drykkjum sem eru stútfullir af hitaeiningum

Ef það er eitthvað sem þú þarft að horfa til, ef þig vantar fyrsta skrefið í átt að betri heilsu, þá er það að sleppa drykkjum sem innihalda sykur og hitaeiningar. Skiptu yfir í vatnið og þú munt sjá mun á skömmum tíma.

 

  1. Borðaðu alvöru mat og slepptu orkustykkjunum og pakkamatnum

Í matvöruverslunum samfélagsins má finna fjöldan allan af allskyns orkustykkjum sem auglýst er sem hollusta. Staðreyndin er hins vegar oft sú að þessi orkustykki eru stútfull af sykri, gervisykri og ýmsum öðrum efnum. Haltu þig því við ávexti, grænmeti, jógurt, hnetur, fræ, kjöt og fisk, sumsé alvöru mat, láttu hitt í friði.

 

  1. Minnkaðu matarílátinn

Hvort sem þú trúir því eður ei þá hafa rannsóknir frá Cornell háskólanum sýnt fram á tengsl milli stærðar ílátsins sem þú borðar úr og hveru mikið þú borðar. Með öðrum orðum, þeim mun stærri matardiskur, þeim mun meira borðar þú. Það sama gildir um glasið, skálina og skeiðina. Reyndu eftir bestu getu að minnka matardiskinn og eftirrétta skálarnar og þú munt borða minna.

Þessi grein byggir á grein sem birtist á vef Women’s Health

 

DEILA FRÉTT