5 góðar ástæður fyrir því að draga úr áfengisdrykkju

Margir setja sér flott markmið í byrjun árs og eitt af þessum markmiðum getur verið að draga úr eða alfarið hætta að drekka áfengi.

Sumir taka janúar mánuð án áfengis á meðan aðrir ætla sér að halda út í lengri tíma. Þú gætir viljað fækka fylleríum um helgar eða láta það vera að fá þér rauðvíns glas með matnum.

Sama hvaða hópi þú tilheyrir, þá gæti umrætt markmið haft jákvæðar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér, svo lengi sem þú stendur við það.

Hér að neðan má sjá fimm góðar ástæður fyrir því að draga verulega úr áfengisneyslu eða hætta alfarið að drekka áfengi.

Þú missir aukakílóin

Það skal engan furða að áfengi er stútfullt af kaloríum. Glas af rauðvíni getur innihaldið 130 kaloríur og bjórglas getur innihaldið allt upp í 330 kaloríur. Þá leiddi bandarísk rannsókn í ljós að ungt fólk sem fer á fyllerí einu sinni í mánuði eða oftar er 41% líklegra að lenda í ofþyngd eftir 5 ár, samanborið við þá sem ekki fara á fyllerí með jafn reglubundnum hætti.

Þú færð betri svefn

Rannsókn sem birtist í hinu ritrýnda tímariti Alcoholism: Clinical and Experimental Research leiddi í ljós að áfengi truflar djúpsefn sem fólk, undir eðlilegum kringumstæðum, upplifir seinnipart næturinnar.

Þú verður fljótari að jafna þig eftir flensu

Áfengi getur bælt niður ónæmiskerfið sem gæti komið í veg fyrir að þú náir þér fljótt og örugglega af flensunni. Þannig getur fyllerí komið í veg fyrir frumuskiptingar sem og framleiðslu á öðrum mikilvægum efnum sem líkaminn þarf til þess að berjast við sýkingar.

Húðin þín lítur betur út

Áfengi getur þurrkað upp húðina og skemmt frumur, samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af American Academy of Dermatology. Hins vegar, þegar fólk almennt hættir að drekka, leitar það frekar í mat sem veitir þeim að endingu vítamín og steinefni, sem eru mikilvæg fyrir húðina og geta leitt til þess að húðin verður mýkri, betri og frísklegri.

Þú átt auðveldara með að standast hópþrýsting

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem ákveða að hætta að drekka eða draga verulega úr drykkju eiga auðveldara með að standast hópþrýsting og segja nei við áfengi.

DEILA FRÉTT