5 góðar ástæður fyrir karlmenn að hreyfa sig

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá staðreynd að hreyfing og hreysti er mikilvægur partur af almennu heilbrigði manna. Mikilvægi hreyfingar fyrir karlmenn er ótt og títt í umræðunni en þó gleymist af og til að nefna hvers vegna hún er svo mikilvæg og hvaða afleiðingar það hefur fyrir karlmenn að æfa reglulega.

Flestir hafa þó einhverjar hugmyndir um jákvæðar afleiðingar þess að æfa; þú lítur betur út og líður betur, ert sterkari, hefur meira þol og svo framvegis. Þetta eru e.t.v. helstu ástæður þess að menn drífa sig í ræktina eftir langan dag en það eru þó aðrir jákvæðir þættir sem menn upplifa með því að hreyfa sig.

Hér eru fimm góðar ástæður fyrir því að rífa í lóðinn og svitna á brettinu. Það ber þó að benda á þá augljósu staðreynd að þessi listi er ekki tæmandi, en engu að síður góðar fréttir fyrir alla þá sem æfa reglulega.

 

Bætir heilastarfsemina

Rannsókn sem framkvæmd var á músum sýndi að þær mýs sem hlupu 3 mílur á nóttu juku starfsemi hins svokallaða hippocampus svæði heilans, sem hefur að gera með getuna til að læra. Niðurstöðurnar gáfu þannig til kynna að þeir sem hreyfa sig eiga auðveldara með lærdóm

 

Þú yngist

Regluleg hreyfing hægir á eða jafnvel snýr við öldrunarferli líkamans, jafnt að innan sem utan. Þú þannig lítur út fyrir að vera yngri að árum og líður þannig.

 

Aukin kynlöngun og úthald

Þegar þú æfir framleiðir líkaminn aukið testósterón sem eykur kynlöngun og úthald meðal karlmanna. Ekki leiðinlegt það!

 

Aukið viðbragð

Menn sem æfa hafa mun betra viðbragð og samhæfing líkamans er mun betri hjá þessum hóp, samanborið við þá sem ekki æfa.

 

Minnkar líkur á krabbameini

Rannsókn sem framkvæmd var af læknavísindasviði Harvard leiddi í ljós að fólk sem heldur sér í formi minnkar líkurnar á því að fá ýmsar tegundir krabbameins, t.d. ristilskrabbamein.

 

DEILA FRÉTT