3 góðar ástæður að taka D-vítamín

Sólskins vítamínið

D-vítamín er gjarnan kallað sólskinsvítamínið þar sem líkaminn getur sjálfur framleitt það svo lengi sem hann fær nægt sólarljós í gegnum húðina. D vítamín er fituleysanlegt og tilheyrir fjölskylu D-1, D-2 og D3 vítamína sem hafa áhrif á um tvö þúsund gen í líkama þínum.

Eins og áður segir framleiðir líkami þinn D-vítamín sjálfur með tilstilli sólskins en þar að auki er bæði hægt að fá D-vítamín í gegnum fæðu sem og með hjálp bætiefna. D-vítamín hefur nokkrar mikilvægar skyldur gagnvart líkamanum en líkaminn þarfnast D-vítamíns til þess að viðhalda kalsíum- og fosfatbúskap beina og tanna og eykur þar að auki upptöku kalsíums úr þörmunum. Kalsíum og fosfat eru aftur svo undirstöðuefni tann- og beinvefja. Þar að auki er D-vítamín mikilvægt fyrir ónæmiskerfi líkamans og í baráttunni gegn ýmsum sjúkdómum.

Ef líkami þinn fær ekki nægt D-vítamín yfir langt tímabil getur þú fengið einkenni beinmeyru sem veldur kölkun í beinvefjum sem meðal annars hefur í för með sér beinþynningu, tannskemdir, vöðvarýrnun og brot á kalksnauðum beinum.

Þannig má sjá mikilvægi þess að fá nægt D-vítamín en auk þess að styrkja tennur og bein getur D-vítamín einnig hjálpað á öðrum vígstöðvum, eins og sjá má hér að neðan.

 

 1. D-vítamín hjálpar til í baráttunni við ýmsa sjúkdóma.

Í rannsókn frá árinu 2006 kom fram að D-vítamín getur komið í veg fyrir mænusigg. Önnur rannsókn frá árinu 2008 sýndi fram á að D-vítamín dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og  rannsókn frá árinu 2010 sýndi að D-vítamín getur hjálpað þér að verjast árstíðabundnum flensum.

 

 1. D-vítamín getur dregið úr þunglyndi

Rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín er mikilvægt í baráttunni gegn þunglyndi og skapsveiflum. Í einni tiltekinni rannsókn fundu rannsakendur út að fólk sem þjáist af þunglyndi, sem fékk aukinn skammt af D-vítamíni, upplifði breytingu til batnaðar á eigin líðan. Önnur rannsókn á fólki með vefjagigt leiddi í ljós að þeir sem höfðu minna af D-vítamíni í líkamanum voru líklegri til að þjást af þunglyndi og kvíða.

 

 1. D-vítamín getur hjálpað þér að grennast

Ef þú hefur hug á því að léttast gæti verið þjóðráð að bæta D-vítamíni við matarræðið þitt. Í einni rannsókn kom fram að fólk sem tók daglega d-vítamín og kalk náðu auknum árangri við að losa sig við aukakílóin, samanborið við þá sem fengu lyfleysu.

 

Hafðu augun opin gagnvart D-vítamín skorti

Hér á Íslandi er lítið um sólarljós yfir vetrartímann og því gætir þú átt á hættu að upplifa D-vítamín skort, ef þú nærð ekki að innbyrða nægt D-vítamín úr fæðunni. Helstu einkenni D-vítamín skorts eru:

 • Þreyta, verkir og almenn vanlíðan
 • Verkir í beinum og vöðvum
 • Lítið þrek
 • Þreyta við að ganga upp stiga sem og erfiðleikar við að reisa þig upp úr lágum stól, svo dæmi séu tekin.
 • Streitu einkenni í fótum, grindarbotni og mjaðmagrind

Hægt er að skera úr um hvort þú sért með D-vítamín skort með blóðprufu hjá lækni.

 

Matur sem inniheldur D-vítamín

Ekki margar fæðutegundir innihalda D-vítamín og því hefur stundum verið brugðið á það ráð að bæta D-vítamíni við matinn.

Matur sem inniheldur D-vítamín er meðal annars:

 • Lax
 • Sardínur
 • Eggjarauður
 • Rækjur
 • D-vítamínbætt mjólk
 • D-vítamínbætt jógúrt
 • D-vítamínbætt morgunkorn
 • D-vítamínbættur appelsínusafi

Þá ber að geta þess að erfitt getur reynst að fá nægt D-vítamín úr fæðunni eða með hjálp sólarinnar, þá sérstaklega yfir vetrartímann hérlendis og því gæti reynst gott ráð að kaupa D-vítamín bætiefni í töflu- eða vökvaformi.

 

Hversu mikið D-vítamín þurfum við

Á undanförnum árum og áratugum hefur mikið verið rætt um D-vítamín og ekki eru allir á eitt sammála um hæfilegt magn D-vítamíns. Nýlegar rannsóknir hafa þó bent til þess að líkaminn okkar þurfi meira af D-vítamíni en áður hefur verið talið. Þó getur það verið persónubundið en heilt yfir er talið að D-vítamín þörf barna og fullorðna sé eftirfarandi:

 • Börn og unglingar: 600 IU
 • Fullorðnir upp að 70 ára aldri: 600 IU
 • 70 ára og eldri: 800 IU
 • Óléttar konur og konur með barn á brjósti: 600 IU

 

Ef þig grunar að þú sért ekki að fá nægt D-vítamín ráðleggjum við þér að hitta lækni og fá úr því skorið. Þá ber að varast ofneyslu D-vítamíns þar sem það er fituleysanlegt og berst þannig ekki út með þvagi. Ef D-vítamín er tekið í of miklu magni safnast það saman í líkamanum og getur valdið heilsubresti.

Þessi grein er byggð á grein sem birtist á heilsuvefnum Healthline.

DEILA FRÉTT