3 armbeygju æfingar fyrir sterkari þríhöfða

Það er fátt flottara en stinnir og sterkir þríhöfðar sem sést móta fyrir á upphandleggjunum. Hægt er að þjálfa þríhöfðann með fjölda æfinga, með og án lóða. Góð handlóð eru hins vegar ekki alltaf við höndina og því getur verið gott að kunna nokkrar æfingar sem hjálpa þér að styrkja þríhöfðann, án þess að nota lóð. Þar koma góðar armbeygju æfingar að góðum notum.

Hér fyrir neðan gefur að líta á 3 armbeygju æfingar sem styrkja þríhöfðann og gefa þér flottari upphandleggi.

Tígul armbeyjur

Byrjaðu í planka-stöðu og færðu svo hendurnar saman undir öxlunum, þannig að vísifingur og þumalputtar koma saman og mynda tígul. Því næst skaltu láta líkamann síga niður á við og svo rólega aftur upp. Gættu þess að halda höndunum að líkamanum. Taktu þrjú sett, 10-15 endurtekningar í hverju setti.

Hunda staða

Skelltu þér upp í hina klassísku hunda jógastöðu (downward facing dog), þar sem þú stendur með fætur í axlabreidd og lófa flata á jörðu. Gættu þess að hafa beint bak, þú myndar hálfgert V á hvolfi með líkama þínum. Því næst skaltu beygja olnboga þannig að þeir snerti gólfið og svo rólega aftur upp í hunda stöðu. Taktu þrjú sett, 10 endurtekningar í hverju setti.

Uppréttur hundur með flæði

Ef þú hefur áður tekið jóga tíma þá ættir þú að þekkja þessa hreyfingu. Þú byrjar í hunda stöðu (donwards), því næst beygir þú olnboga niður í gólf en í stað þess að stöðva þar færir þú líkamann fram milli handa og réttir úr bakinu, í hina svokölluðu upprétta hunda stöðu. Því næst ferðu aftur tilbaka upp í V-laga hundinn. Taktu þrjú sett, 8 endurtekningar í hverju setti.

Smelltu á “Play” á myndbandinu hér að neðan fyrir myndrænar útskýringar.

DEILA FRÉTT