13 merki þess að þú ert í réttu starfi

Flestir fullorðnir einstaklingar á atvinnumarkaði vinna meira en 40 klukkustundir að meðaltali á viku. Vinnan er stór hluti af lífi okkar allra og við eyðum allra jafna meiri tíma í vinnu heldur en í nokkru öðru sem við gerum í lífinu.

Það er því mikilvægt að finna sér starf sem veitir manni gleði og innblástur, jafnvel þótt það geti verið krefjandi á köflum.

Hér að neðan má sjá 13 merki þess að þú ert í réttu starfi. Ef þú upplifir flesta neðantalda þætti er líklegt að þú sért að finna, eða munir finna, starfsánægju og vinnugleði.

  1. Tíminn flýgur áfram

Þú ert hissa í hvert skipti sem þú skoðar klukkuna í vinnunni. Tímarnir þjóta hjá hver á fætur öðrum og vinnudeginum líkur áður en þú veist af.
Þetta er líklega merki þess að þú ert í réttu starfi, þar sem gamla góða máltakið segir; tíminn flýgur þegar þú ert að skemmta sér.

  1. Starfið veitir þér áskorun og þú tekur áhættu

Þú ferð út fyrir eigin þægindahring í starfi þínu. Þú starfar hjá fyrirtæki eða stofnun sem refsar þér ekki fyrir öll litlu mistökin. Þess þá heldur hvetur það starfsmenn sína til að gera tilraunir og prófa nýja hluti. Jú, þetta getur verið svolítið ógnvekjandi stundum, en það er líka merki þess að þú starfar hjá fyrirtæki eða stofnun sem hvetur til skapandi hugsunar og nýjunga.

  1. Þú þarft ekki kaffi á hverjum morgni

Þú þarft ekki kaffi til þess að halda þér vakandi. Starfið sjálft veitir þér næga orku til þess að láta hendur standa fram úr ermum.

  1. Yfirmaður þinn hvetur þig áfram

Góðir yfirmenn vita hvenær á að styðja við bakið á starfsmönnum sínum og hvenær á að hvetja þá til þess að leggja harðar að sér. Þú ert líklega á frábærum stað ef stjórnandinn þinn finnur jafnvægið þarna á milli og ýtir þér áfram í átt að settum markmiðum.

  1. Vinnufélagar þínir eru meira eins og vinir þínir

Þú nærð að tengjast vinnufélögum þínum með jákvæðum hætti. Þú upplifir, þrátt fyrir samkeppnina, liðsanda og samheldni. Ef þú lítur á samstarfsmenn þína sem vini, meira en nokkuð annað, ert þú komin/n á góðan stað.

  1. Þú hefur nægan tíma fyrir ástvini þína og sjálfan þig

Þú veist að starfið er rétt fyrir þig þegar það gerir þér kleift að ná árangri á sama tíma og þú hefur nægan tíma fyrir vini þína, fjölskyldu og áhugamál.

  1. Þér líður vel á sunnudögum

Sumir hata sunnudaga þar sem þeir merkja endalok helgarinnar. Auðvitað elskar þú líka helgarfríið en þú ert eftir sem áður ekkert kvíðin/n því að hefja nýja vinnuviku, það jafnvel vekur upp hjá þér ákveðna spennu og tilhlökkun.

  1. Þú ert pirrandi á mánudögum

Þú ert leiðinlega jákvæður í vinnunni á mánudögum vegna þess að þú ert ánægð/ur með að vera mætt/ur aftur til vinnu.

  1. Þú talar stöðugt um vinnuna þína.

Það getur vissulega verið leiðigjarnt fyrir fólkið í kringum þig að hlusta á þig tala stöðugt um vinnuna en það er líka góðs viti, þar sem þú ert að tala um skemmtilega hluti sem þú tengir við vinnuna. Gættu þess bara að halda sögunum í hæfilegu magni, svo fjölskylda þín og vinir þurfi ekki að hlusta á of margar sögur.

10. Fyrirtækið eða stofnunin gengur vel

Það getur verið gott að starfa í umhverfi þar sem hlutirnir ganga vel og heildinni vegnar vel. Draumastarf í fyrirtæki sem er að fara á hausinn getur vel verið verra en starf sem þig dreymdi aldrei um, í fyrirtæki sem vegnar vel.

11. Þú sættir þig við leiðinileg en nauðsynleg verkefni

Auðvitað langar engum að leysa leiðinleg verkefni en svo lengi sem þú ert í góðu starfi sættir þú þig við að leysa leiðinlegu verkefnin því þú veist að loks þegar þú lýkur því, getur þú farið aftur að gera það sem þú elskar við vinnuna þína.

12. Þú ert ekki í fjárhagserfiðleikum

Jafnvel draumastarfið þitt getur orðið að martröð ef þú færð ekki nægilega vel borgað. Ef þú ert að fá vel borgað og launin þín nægja til þess að geta átt gott líf utan vinnunar, ert þú að öllum líkindum í réttu starfi. Fólk sem er í rétta vinnu hefur ekki þetta vandamál. Gleymdu sanngjarnt (þú ættir aldrei að sætta sig við “sanngjörn” laun) – launin þín eru frábær. Þú telur að bætur þínar sé nákvæm mynd af því verðmæti sem þú færir til fyrirtækisins.

13. Þig langar að landa starfi yfirmanns þíns einn daginn

Ef þér líkar vel við starfið þitt en þú öfundar yfirmann þinn af hans stöðu innan fyrirtækisins, ert þú að öllum líkindum á réttri leið. Það þýðir að þú ert vel í stakk búinn til þess að vinna þig upp innan fyrirtækisins.

 

DEILA FRÉTT