10 hlutir sem aðgreina farsæla einstaklinga frá öðrum

Það eru ýmsir þættir sem aðgreina farsæla einstaklinga frá öðrum.

Dave Kerpen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Likeable Local og höfundur bókarinnar The Art of People setti nýverið á LinkedIn fram lista þar sem hann telur upp hvaða þættir það eru sem gera fólki kleift að ná árangri og markmiðum sínum.

Að hans sögn eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga í þínu daglega lífi sem hjálpa þér að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hér fyrir neðan má lesa um tíu þætti sem farsælt fólk gjarnan gerir, sem ef til vill keppinautum þeirra láist að tileinka sér.

  1. Farsælir einstaklingar fagna breytingum í stað þess að óttast þær.
  2. Farsælir einstaklingar tala um hugmyndir í stað þess að slúðra um annað fólk.
  3. Farsælir einstaklingar taka ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að kenna öðrum um það sem illa fer.
  4. Farsælir einstaklingar hrósa öðrum og eigna þeim árangur þegar það á við, í stað þess að taka allan heiðurinn af vel unnum verkum.
  5. Farsælir einstaklingar óska þess að öðrum gangi vel í verkum sínum, í stað þess að óska þess í hljóði að öðrum mistakist
  6. Farsælir einstaklingar bjóða fram hjálp sína.
  7. Farsælir einstaklingar biðja um það sem þeim langar til að gera, framkvæma eða eignast.
  8. Farsælir einstaklingar hafa góðan skilning á eigin verðleikum, þekkja kosti sína og galla.
  9. Farsælir einstaklingar hlusta vel á það sem aðrir hafa að segja.
  10. Farsælir einstaklingar eru heilt yfir jákvæðir og bjartsýnir

Þar hefur þú það!

Nú er bara að tileinka sér ofangreinda þætti og slá í gegn!

DEILA FRÉTT